SAGAN OKKAR

Börn á öllum aldri og fullorðnir með hafa lært að synda með Sóleyju í ríflega tvo áratugi eða allt frá því að Sóley hóf að kenna ungbarnasund hjá sunddeild Ármanns í október árið 1996.

Sóley Einarsdóttir er íþrótta- og ungbarnasundkennari, stofnandi og eigandi Sundskóla Sóleyjar. Sóley lauk íþróttakennaraprófi frá Laugavatni árið 1989 og diploma í ungbarnasundi í mars 1997. Sóley kenndi ungbarnasund hjá sunddeild Ármanns í tvö ár eða þar til hún stofnaði sinn eigin skóla. Sundskóli Sóleyjar hóf starfsemi í sundlauginni við Hrafnistu í Reykjavík vorið 1998.

Sundskóli Sóleyjar hefur síðan vaxið og dafnað og er nú kennt á tveim stöðum, í sundlaugunum við Hrafnistu í Hafnarfirði og Kópavogi. Ánægðum sundiðkendum, stórum og smáum hefur farið ört fjölgandi og þúsundir ungra barna og ánægðra foreldra hafa átt góðar og uppbyggilegar stundir í sundi hjá Sóleyju.

Vatnsleikfimi, skriðsund fyrir fullorðna og einkatímar eru einnig á dagskránni og sívinsælt hjá fólki sem sækist eftir góðri hreyfingu og þjálfun í vatni.

Sóley Einarsdóttir er meðlimur í Busla, sem er félag ungbarnasundkennara og situr í stjórn félagsins.

SUNDKENNSLA Í VERKI

Köfunameistarar

Alltaf gaman að kafa með Sóley. Vissir þú að börn hafa meðfædda eiginleika til að kafa, en það þarf að viðhalda þeim. Áttu sögu af barninu þínu og hvernig því hefur gengið að halda áfram að kafa eftir að það fæddist?

Posted by Sundskóli Sóleyjar on Donnerstag, 6. April 2017

SKILABOÐ VIÐSKIPTAVINA

Smelltu þér gjarna á https://www.facebook.com/pg/sundskoli/reviews/ og skrifaðu það sem þér finnst. Takk takk.