sund er skemmtileg samvera

SUND ER SKEMMTILEG SAMVERA

Hvers vegna ungbarnasund?

Ungbarnasund er þjálfun og leikur í vatni fyrir börn á aldrinum 0-2 ára. Leikurinn er í fyrirrúmi ásamt samspili foreldra og barna. Barnið getur í vatni gert heyfingar sem stuðla að eðlilegum hreyfiþroska og jafnvel flýtt fyrir þroska barnsins. Ungbarnasund stuðlar að öryggi og sjálfstrausti. Ungbarnasund er samvera með tilgangi.

GLÖÐ BÖRN ERU OKKAR FAG…

KENNSLA BYGGÐ Á REYNSLU

Sóley hefur kennt ungbarnasund síðan 1996, er menntaður íþróttakennari og með diploma í ungbarnasundi. Þúsundir barna hafa lært að synda í Sundskóla Sóleyjar.

SUNDNÁM ÁN ÁREYNSLU

Sundnámið ætti helst að hefja þegar barnið er 2-6 mánaða. Meðfætt köfunarviðbragð barnsins er þá enn við lýði, með sundæfingum verður viðbragðið sjálfrátt og skapar öryggi til framtíðar.

SKEMMTILEG SAMVERA

Börn þurfa hreyfingu til að taka út eðlilegan þroska. Í vatni getur barn hreyft sig áreynslulaust, öðlast færni og styrk. Foreldrar eru með í lauginni og taka þátt í æfingunum. Það er samvera með tilgangi.

REGLUELG NÁMSKEIÐ

Ungbarnasund einu sinni í viku í 3-4 mánuði, stuðlar að betri svefni, matarlyst og léttari lund. Rannsóknir sýna einnig að sundið styrkir barnið líkamlega enn meira en áður var talið.

SÓLEY ER SUNDKENNARINN ÞINN

SÓLEY
SÓLEYUngbarna og barnasund eins og það gerist best
Sóley er útlærður íþróttakennari og sérhæfði sig snemma í sundkennslu ungra barna.
Það hefur skilað þúsundum barna og foreldra út í lífið og samfélagið, sem hafa átt öruggar og hamingjusamar stundir í Sundskólanum. Sóley er fjölskyldumanneskja og sinnir alls kyns útiveru af mikilli ástríðu. Þar má telja göngur og skíðaferðir. Að auki er Sóley handlaginn smiður, listakona og úrræðagóð þegar kemur að endurbyggingu gamalla húsa. Sóley er sem sagt þúsundþjala smiður og margt til lista lagt annað en að hafa gott lag á sundelskum börnum. En það er nú hennar stærsta ástríða.

SKRÁÐU BARNIÐ Í DAG. GJAFAKORT FYRIR AFA OG ÖMMUR!