Sundnámskeið fyrir alla, Sundskóli Sóleyjar, sundskoli.is

SUNDNÁM ER SKEMMTILEGT

Sundnámskeið fyrir börn, foreldra og fullorðna hefur margþætta kosti.
Ungabörn þjálfast í að viðhalda meðfæddum köfunareiginleikum á meðan eldri börnin öðlast færni, þor og sjálfstraust í vatni. Við að synda þroskast hreyfigeta barna á öllum aldri, þau fá betri matarlist og sofa betur. Börn sem synda eru glaðari börn.

Fyrir foreldra er sundnám barnanna einstök upplifun. Samvera með tilgangi köllum við sundnámskeiðin okkar fyrir börn og foreldra á öllum aldri. Foreldrar sem eru vatnshræddir eða vantar sjálfstraust í vatni, geta yfirfært þessar tilfinningar á börnin sín. Með því að taka þátt í sundnámskeiði með barninu, hverfur hræðslan sem dögg fyrir sólu og gleðin tekur við.

Sundskóli Sóleyjar heldur einnig námskeið fyrir fullorðna í vatnsleikfimi, skriðsundi og einnig er hægt að panta einkatíma. Vatnsleikfimi fyrir fullorðna er hrein heilsubót. Hreyfingar í vatni vinna gegn gigt, bólgum og aumum vöðvum og styrkja líkamann á einstaklega góðan, auðveldan og skemmtilegan hátt. Og svo spillir félasskapurinn ekki fyrir. Svo eru þeir sem alltaf hefur dreymt um að skríða í gegnum vatnið á guðdómlega flottan hátt – fyrir þessa einstaklinga bjóðum við uppá námskeið í skriðsundi. Koma svo! Og ef þú þarft sérstaka leiðbeiningu til að ná færni eða fara í gang með sundið, komdu þá í einkatíma og við komum þér virkilega í vatnið.

Skoðaðu námskeiðin hér fyrir neðan. Í búðinni geturðu pantað tíma og keypt námskeið sem passar þér og þínum. Það er einfalt og öruggt að versla beint á síðunni.
Í Sundskólanum er veittur 10% systkinaafsláttur. Ef þú vilt skrá systkin hafðu þá samband við okkur á sundskoli@sundskoli.is og við sendum þér afsláttarupplýsingar, sem þú nýtir þegar þú pantar og greiðir námskeið hér á síðunni.

NÁMSKEIÐ – YFIRLIT

Ungbarnasund, barnasund, sundskóli Sóleyjar, sundskoli.is

UNGABÖRN 2-6 MÁNAÐA

Ungbarnasund. Þetta námskeið er fyrir ungabörn (og foreldra) 2-6 mánaða.

  • 8 vikur
6-12 mánaða, ungbarnasund, barnasund, sundskoli.is

UNGABÖRN 6-12 MÁNAÐA

Ungbarnasund. Þetta námskeið er fyrir ungabörn (og foreldra) 6-12 mánaða.

  • 8 vikur
barnasund, ungbarna og barnasund, sundskóli Sóleyjar, sundskoli.is

BARNASUND 1-2 ÁRA

Barnasund. Þetta námskeið er fyrir börn (og foreldra) 1-2 ára.

  • 8 vikur

ungbarnasund, barnasund, sundskoli.is

BARNASUND 2-4 ÁRA

Barnasund. Þetta námskeið er fyrir börn (og foreldra) á aldrinum 2-4 ára.

  • 8 vikur

barnasund, ungbarnasund, sundskóli Sóleyjar, sundskoli.is

BARNASUND 4-6 ÁRA

Barnasund. Þetta námskeið er fyrir börn (og foreldra) 4-6 ára.

  • 8 vikur

SUND FYRIR ALLA

sundskoli.is, vatnsleikfimi

VATNSLEIKFIMI 

Námskeiðið er fyrir fullorðna á öllum aldri, konur jafnt sem karla.

  • Mánuður í senn tvisvar í viku.
sundskoli.is, sundnámskeið, skriðsund

SKRIÐSUNDSNÁMSKEIÐ

Námskeið fyrir fullorðna á öllum aldri, konur jafnt sem karla.

  • 8 skipti, tvisvar í viku.

sundskoli.is, einkatímar

EINKATÍMAR

Einkakennsla í sundi fyrir fullorðna á öllum aldri.

  • Eftir samkomulagi.