Skriðsundsnámskeið

Skriðsundsnámskeið

20,500 kr.

Ef þig hefur dreymt um að svifa í gegnum vatnið á glæsilegan og að því er virðist áreynslulausan hátt – er skriðsundsnámskeið kannski eitthvað sem þig langar að prófa. Námskeiðin eru 8 skipti og er kennt tvisvar í viku. Veldu það tímabil hér að neðan, sem hentar þér best.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

Æfingin skapar meistarann þegar kemur að skriðsundi eins og öðru. Ef þig hefur dreymt um að svifa í gegnum vatnið á glæsilegan og að því er virðist áreynslulausan hátt – er skriðsundsnámskeið kannski eitthvað sem þig langar að prófa. Námskeiðin eru 8 skipti og er kennt tvisvar í viku. Veldu það tímabil úr fellilistanum sem hentar þér best.

Á námskeiðinu er kennd rétt lega í vatninu, hvernig nota á höfuð, hendur og fætur með sem bestum árangri. Þú lærir að anda þegar það á við. Þú lærir grunntækni í skriðsundi og getur í framhaldinu fínpússað og fágað þinn eigin stíl.

Námskeiðið er fyrir fullorðna, karla og konur.

Kennslustaðir:

Sundskóli Sóleyjar er með kennslulaugar á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu:
Sundlaug Hrafnistu við Boðaþingi 5-7, 203 Kópavogi og
Sundlaugin á Hrafnistu í Hafnarfirði, Hraunvangi 7, 220 Hafnarfjörður.
Á báðum stöðum er sérlega góð og notaleg aðstaða til að láta sér líða vel.

Frekari upplýsingar

Veldu tímabil

janúar og febrúar, maí og júní, mars og apríl, nóvember og desember, september og október

Go to Top