Vatnsleikfimi

Vatnsleikfimi

20,000 kr.

Vatnsleikfimi er eitt af því besta sem þú getur gert fyrir líkamann. Æfingar í vatni eru alhliða og aðstoða (og jafnvel flýta fyrir) við meðferð á ýmsum kvillum og/eða koma í veg fyrir þá. Þetta námskeið er einn mánuður í senn og er kennt tvisvar í viku.

Vörunúmer: 101-1005 Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

Vatnsleikfimi er eitt af því besta sem þú getur gert fyrir líkamann. Æfingar í vatni eru alhliða og aðstoða (og jafnvel flýta fyrir) við meðferð á ýmsum kvillum og/eða koma í veg fyrir þá. Þetta námskeið er einn mánuður í senn og er kennt tvisvar í viku.

Þjálfun í vatni styrkir hjartað og lungun, vatnið veitir viðráðanlega mótstöðu og eykur þar með styrk útlima. Vöðvar, liðamót og beinagrindin styrkist við æfingarnar. Rannsóknir hafa sýnt að hreyfing vinnur gegn bæði beinþynningu og andlegum kvillum auk svo margs annars. Meðal helstu kosta þess að stunda reglulega vatnsleikfimi má telja:
Vöðvatyriking, aukið þol, eykur sveigjanleika, minnkar stress og kvíða, brennir hitaeiningum, lækkar blóðþrýsting, er sérlega góð samvera með öðru skemmtilegu fólki.

Námskeiðið er fyrir fullorðna, karla og konur.

Kennslustaður:

Sundskóli Sóleyjar er með kennslulaug í Sundlaug Hrafnistu við Boðaþingi 5-7, 203 Kópavogi.
Boðið er uppá góða aðstöðu fyrir fullorðið fólk.

Title

Go to Top