Barnasund 4-6 ára

Barnasund 4-6 ára

21,000 kr.

Barnasund. Þetta námskeið er fyrir börn (og foreldra) 4-6 ára.
Námskeiðin eru 8 vikur og er kennsla einu sinni í viku. Veldu úr fellilistanum hér fyrir neðan það tímabil, sem hentar þér og þínu barni best.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

Barnasund. Þetta námskeið er fyrir börn (og foreldra) 4-6 ára.
Námskeiðin eru 8 vikur og er kennsla einu sinni í viku. Veldu það tímabil sem hentar þér og þínu barni best.

Ef barnið þitt hefur ekki farið í ungbarnasund getur tekið aðeins lengri tíma fyrir það að aðlagast og venjast vatninu. Það getur líka tekið barnið aðeins lengri tíma að læra að halda niðri í sér andanum og kafa. En barn, sem kemur á sundnámskeið hjá okkur er fljótt að ná jafningjum sínum. Börn sem hafa stundað sund frá unga aldri halda áfram að byggja upp færni ef þau mæta reglulega í sund. Og það er að sjálfsögðu alltaf jafn gaman í sundskólanum, fyrir bæði barn og foreldra.

Kennslustaðir:

Sundskóli Sóleyjar er með kennslulaugar á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu:
Sundlaug Hrafnistu við Boðaþingi 5-7, 203 Kópavogi og
Sundlaugin á Hrafnistu í Hafnarfirði, Hraunvangi 7, 220 Hafnarfjörður.
Á báðum stöðum er góð aðstaða fyrir bæði börn og foreldra.

Frekari upplýsingar

Veldu tímabil

janúar og febrúar, maí og júní, mars og apríl, nóvember og desember, september og október