Köfunarviðbragð barnsins
Meðal ósjálfráðra viðbragða barns fyrstu 6 mánuðina er köfunarviðbragðið. Þetta viðbragð lýsir sér á þann hátt að öndunarvegir lokast þegar vatn kemst í snertingu við kokið þegar börnin eru undir vatni. Þá lokast barkalok, hjartsláttur hægist, blóðþrýstingur eykst og blóð streymir til hjarta og heila. Þetta viðbragð getur staðið yfir í allt að 10 sekúndur. [...]