Meðal ósjálfráðra viðbragða barns fyrstu 6 mánuðina er köfunarviðbragðið. Þetta viðbragð lýsir sér á þann hátt að öndunarvegir lokast þegar vatn kemst í snertingu við kokið þegar börnin eru undir vatni. Þá lokast barkalok, hjartsláttur hægist, blóðþrýstingur eykst og blóð streymir til hjarta og heila. Þetta viðbragð getur staðið yfir í allt að 10 sekúndur.

Við endurteknar æfingar verður hið ósjálfráða viðbragð að sjálfráðu viðbragði. Þetta leiðir af sér að barnið heldur niðri í sér andanum um leið og það fær merki um að það eigi að kafa. Samt sem áður geta börn eldri en 6 mánaða byrjað í ungbarnasundi, ef köfunarviðbragðið er farið er þeim kennt að virkja það aftur.

Gefðu barninu þínu gæðastund með þér.

Þessi litla skvísa hefði sko ekki viljað missa af þessari gæðastund með foreldrum sínum.Vilt þú ekki eignast svona gæðastund með þínu barni.

Posted by Sundskóli Sóleyjar on Dienstag, 25. April 2017