Foreldrar sem eru vatnshræddir eða slakir sundmenn, munu e.t.v. meðvitað eða ómeðvitað geta yfirfært eitthvað af hræðslunni yfir á börnin sín.

Það er því jákvætt að einnig þessir foreldrar nýti sér kosti ungbarnasundsins og dragi úr eigin vatnshræðslu. Barnið lærir í gegnum leik og æfingar að taka vatninu sem eðlilegu og skemmtilegu umhverfi og fyrri hræðsla hverfur eins og dögg fyrir sólu.