Börn allt niður í fjögurra mánaða geta staðið óstudd hafi þau fengið rétta örvun og æfingar. Þetta herma niðurstöður rannsóknar Hermundar Sigmundssonar, prófessors í taugasálfræði við Vís­inda- og tækni­há­skól­ann í Þránd­heimi í Nor­egi og pró­fess­ors við íþrótta­fræðisvið Há­skól­ans í Reykja­vík. Rannsóknirnar voru gerðar á íslenskum ungabörnum og hafa vakið mikla athygli. Niðurstöðurnar voru nýverið birtar í virtu vísindatímariti.

Rann­sókn­ina gerðu Her­mund­ur og sam­starfs­menn hans í sam­ráði við Snorra Magnús­son, íþrótta­kenn­ara og þroskaþjálfa, sem hef­ur starfað við sund­kennslu ung­barna í hátt í þrjá­tíu ár.

Að sögn Her­mund­ar er það viðtek­in kenn­ing um þroska ung­barna að þau geti ekki staðið í fæt­urna fyrr en um níu mánaða ald­ur­inn. Með aðferðum Snorra skap­ast tauga­teng­ing­ar fyrr en ella sem gera barn­inu kleift að standa. „Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sýna að með því að skapa tauga­teng­ing­ar snemma geta börn gert hluti fyrr en hingað til hef­ur verið talið. Á það við um aðrar at­hafn­ir? Það er stóra spurn­ing­in sem við vilj­um leita svara við,“ seg­ir Her­mund­ur.

Sundkennsla ungra barna hefur margþætt og góð áhrif á hreyfigetuna auk annars þroska. Nú staðfesta þessar rannsóknir enn frekar að með sundþjálfun ungbarna byggir líkaminn upp tengingar sem hraða hreyfiþroskanum enn frekar. Bókaðu tíma á námskeið fyrir barnið þitt og upplifðu þroskann í verki.