Börn standa fjögurra mánaða með réttri örvun
Börn allt niður í fjögurra mánaða geta staðið óstudd hafi þau fengið rétta örvun og æfingar. Þetta herma niðurstöður rannsóknar Hermundar Sigmundssonar, prófessors í taugasálfræði við Vísinda- og tækniháskólann í Þrándheimi í Noregi og prófessors við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík. Rannsóknirnar voru gerðar á íslenskum ungabörnum og hafa vakið mikla athygli. Niðurstöðurnar voru nýverið birtar [...]