Undirbúningur

Nokkrar hagnýtar upplýsingar fyrir sundið

Í vatninu er best að barnið sé í þéttum nærbuxum án bleyju. Buxurnar þurfa að geta haldið við mögulegt „óhapp“ og þurfa því að halda vel að rassi og lærum þó þær blotni. Barn sem farið er að skríða og þaðan af eldra verður helst að vera í sokkum sem ekki renna á gólfi. Barnið [...]

Undirbúningur fyrir hvern sundtíma

Brýnt er að barnið sé vel sofið og mett þegar það kemur í ungbarnasundið. Þreytt og svangt barn unir sér ekki í vatninu. Reynið ávallt að gefa ykkur góðan tíma fyrir sundtímann. Stress við að komast til og frá sundstaðnum, hefur mikil áhrif á barnið. Þetta er tíminn þeirra með foreldrum sínum og til að [...]

Hitastig laugarvatnsins og lengd hvers tíma

Hitastig vatnsins má ekki vera lægra en 32°C. Ungabörn munu fljótt missa hita í kaldara vatni. Við 33°C mun líkamshitinn eðlilega lækka um 0,2°C á 20-45 mínútum. Fyrstu skiptin baðið barnið e.t.v. bara í 10-20 mín. Baðtíminn eykst smám saman í 30 mínútur.

Undirbúningur í baðkarinu heima

Hitinn í lauginni er 32-33°C. Æskilegt er að baðvatnið heima sé ekki allt of heitt svo að viðbrigðin verði ekki of mikil, þegar komið er í sundlaugina. Farið gjarnan í bað með barninu. Til að undirbúa barnið er gott að láta vatn renna niður andlit barnsins. Barnið getur legið á fótleggjum foreldris, með höfuðið á [...]

Markmið ungbarnasunds

Markmið ungbarnasunds er fjölþætt og koma þar inn atriði eins og að tryggja að barninu líði vel í vatni og að efla sjálfstraust. Við höfum ávallt hugfast að ungbarnasundið á gjarna að: 1. Tryggja vellíðan barns í vatni og byggja upp sjálfsöryggi. 2. Stuðla að vatnsvana þannig að barnið hafi vald á eigin líkama í [...]

Go to Top