Markmið ungbarnasunds er fjölþætt og koma þar inn atriði eins og að tryggja að barninu líði vel í vatni og að efla sjálfstraust. Við höfum ávallt hugfast að ungbarnasundið á gjarna að:
1. Tryggja vellíðan barns í vatni og byggja upp sjálfsöryggi.
2. Stuðla að vatnsvana þannig að barnið hafi vald á eigin líkama í vatnsumhverfi snemma í barnæsku bæði í kafi eða fljótandi sem stuðlar að markvissum hreyfingum.
3. Stuðla að eðlilegum hreyfiþroska.
4. Styrkja samskipti foreldra og barna.
5. Að börnin læri að synda sem fyrst og öðlist betri stjórn á eigin líkama í vatni.