Ungbarnasund einu sinni í viku í 3-4 mánuði, stuðlar að betri svefni, matarlyst og skapi á meðan námskeiðið varir. Færni s.s. hreyfingar munu týnast fljótt niður ef hætt er að fara með barnið í laug.
Það er gert ráð fyrir að þjálfunin verði að vara til 3-4 ára aldurs, þannig að hreyfimunstrin verði sjálfráð og langtímaáhrifin á einstaklinginn verði varanleg. Ungbarnasund telst vera gott örvunarumhverfi, strax á fyrstu mánuðum barnsins sem það fær varla annarsstaðar.