sundadmin1526

About Marianna Fridjonsdottir

This author has not yet filled in any details.
So far Marianna Fridjonsdottir has created 10 blog entries.

Nokkrar hagnýtar upplýsingar fyrir sundið

Í vatninu er best að barnið sé í þéttum nærbuxum án bleyju. Buxurnar þurfa að geta haldið við mögulegt „óhapp“ og þurfa því að halda vel að rassi og lærum þó þær blotni. Barn sem farið er að skríða og þaðan af eldra verður helst að vera í sokkum sem ekki renna á gólfi. Barnið [...]

Undirbúningur fyrir hvern sundtíma

Brýnt er að barnið sé vel sofið og mett þegar það kemur í ungbarnasundið. Þreytt og svangt barn unir sér ekki í vatninu. Reynið ávallt að gefa ykkur góðan tíma fyrir sundtímann. Stress við að komast til og frá sundstaðnum, hefur mikil áhrif á barnið. Þetta er tíminn þeirra með foreldrum sínum og til að [...]

Hitastig laugarvatnsins og lengd hvers tíma

Hitastig vatnsins má ekki vera lægra en 32°C. Ungabörn munu fljótt missa hita í kaldara vatni. Við 33°C mun líkamshitinn eðlilega lækka um 0,2°C á 20-45 mínútum. Fyrstu skiptin baðið barnið e.t.v. bara í 10-20 mín. Baðtíminn eykst smám saman í 30 mínútur.

Undirbúningur í baðkarinu heima

Hitinn í lauginni er 32-33°C. Æskilegt er að baðvatnið heima sé ekki allt of heitt svo að viðbrigðin verði ekki of mikil, þegar komið er í sundlaugina. Farið gjarnan í bað með barninu. Til að undirbúa barnið er gott að láta vatn renna niður andlit barnsins. Barnið getur legið á fótleggjum foreldris, með höfuðið á [...]

Rannsóknir á örvun ungbarna

Ungbarnasund einu sinni í viku í 3-4 mánuði, stuðlar að betri svefni, matarlyst og skapi á meðan námskeiðið varir. Færni s.s. hreyfingar munu týnast fljótt niður ef hætt er að fara með barnið í laug. Það er gert ráð fyrir að þjálfunin verði að vara til 3-4 ára aldurs, þannig að hreyfimunstrin verði sjálfráð og [...]

Vatnshræðsla – fyrirbygging

Foreldrar sem eru vatnshræddir eða slakir sundmenn, munu e.t.v. meðvitað eða ómeðvitað geta yfirfært eitthvað af hræðslunni yfir á börnin sín. Það er því jákvætt að einnig þessir foreldrar nýti sér kosti ungbarnasundsins og dragi úr eigin vatnshræðslu. Barnið lærir í gegnum leik og æfingar að taka vatninu sem eðlilegu og skemmtilegu umhverfi og fyrri [...]

Köfunarviðbragð barnsins

Meðal ósjálfráðra viðbragða barns fyrstu 6 mánuðina er köfunarviðbragðið. Þetta viðbragð lýsir sér á þann hátt að öndunarvegir lokast þegar vatn kemst í snertingu við kokið þegar börnin eru undir vatni. Þá lokast barkalok, hjartsláttur hægist, blóðþrýstingur eykst og blóð streymir til hjarta og heila. Þetta viðbragð getur staðið yfir í allt að 10 sekúndur. [...]

Markmið ungbarnasunds

Markmið ungbarnasunds er fjölþætt og koma þar inn atriði eins og að tryggja að barninu líði vel í vatni og að efla sjálfstraust. Við höfum ávallt hugfast að ungbarnasundið á gjarna að: 1. Tryggja vellíðan barns í vatni og byggja upp sjálfsöryggi. 2. Stuðla að vatnsvana þannig að barnið hafi vald á eigin líkama í [...]

Hvers vegna ungbarnasund?

Ungbarnasund er þjálfun og leikur í vatni fyrir börn á aldrinum 0-2 ára. Megin áherslan er á leikinn, samspil foreldra og barna, líkamssnertingu og augnsamband. Í vatni getur barnið gert hreyfingar sem stuðla að eðlilegum hreyfiþroska. Öryggi í vatni getur við vissar aðstæður komið í veg fyrir drukknun. Ungbarnaforeldrar kynnast öðrum foreldrum og börnin venjast [...]

Börn standa fjögurra mánaða með réttri örvun

Börn allt niður í fjögurra mánaða geta staðið óstudd hafi þau fengið rétta örvun og æfingar. Þetta herma niðurstöður rannsóknar Hermundar Sigmundssonar, prófessors í taugasálfræði við Vís­inda- og tækni­há­skól­ann í Þránd­heimi í Nor­egi og pró­fess­ors við íþrótta­fræðisvið Há­skól­ans í Reykja­vík. Rannsóknirnar voru gerðar á íslenskum ungabörnum og hafa vakið mikla athygli. Niðurstöðurnar voru nýverið birtar [...]

Title

Go to Top